reykjavik roots
Open your ears for the sound of the Rvk9…
Categories: General

In English below… _________________________________________________________________ Veturinn 2008-2009: Fólk hópaðist út á götur og felldi ríkisstjórn. Síðar meir voru 9 einstaklingar valdir út og sakaðir um brot á 100. grein hegningarlaga. ÁRÁS SMÁRÁS! Tónleikar til stuðnings nímenningunum á Nasa, fimmtudaginn 13. janúar kl. 20:30. Fram koma: MÚM / PÁLL ÓSKAR / SIN FANG BOUS / DISKÓEYJAN / KK OG ELLEN / PARABÓLURNAR / REYKJAVÍK! / EINAR MÁR / STEINI ÚR HJÁLMUM / PRINS PÓLÓ / ELLEN K. OG PÉTUR H./ ELÍN EY / ARNLJÓTUR / IDIR / ÁKÆRÐUR NÍMENNINGUR og fleiri óvæntir gestir…. 500 kr. inn (frjáls framlög vel þegin, tökum ekki kort). Húsið opnar kl. 20:30, tónleikarnir hefjast strax, myndatökur á staðnum og fleiri uppákomur til stuðnings málstaðnum. Veturinn 2008-2009 hópaðist fólk út á götur og felldi ríkisstjórn. Síðar meir voru 9 einstaklingar valdir út og ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga sem varðar árás á alþingi. Viðurlög fyrir slíkt brot er 1-16 ára fangelsisvist (til samanburðar er engin lágmarksrefsing fyrir hryðjuverk bundin í lög og hámarksrefsing fyrir stórfelld brot ráðherra í starfi nemur tveggja ára fangelsi). Í þessum pólitíska gjörningi kristallast stórhættulegt virðingarleysi yfirvalda gagnvart rétti fólks til að mótmæla – sem felur í sér virðingarleysi gagnvart almenningi sem og lýðræðinu sem slíku. ÁRÁS SMÁRÁS eru tónleikar til stuðnings níumenningunum og hvatning til fólks um að fylgjast með aðalmeðferð málsins dagana 18.- 20. janúar. Fylgist með málinu á stuðningssíðunni: www.rvk9.org – og á Twitter: http://twitter.com/reykjavik9 _________________________________________________________________ January 13th: Reykjavík Nine solidarity concert on Nasa, at 20:30 The bands and acts performing are: múm, Sin Fang Bous, Reykjavík!, Diskóeyjan, KK and Ellen, Parabólurnar, Einar Már Guðmundsson, Steini from Hjálmar, Prins Póló, Ellen K. and Pétur H., Elín Ey, Arnjótur, Idir, one of the accused nine, and more to come… The location, Nasa is one of Iceland’s biggest clubs and concerts venues, and is located on Austurvöllur, the square in front of Iceland’s parliament, where most of the biggest protests have taken place last years. The concert starts at 20:30 and entrance fee is 500 ISK. The court procedure in the case against the Reykjavík Nine takes place on January 18th, 19th, and 20th. Follow the case on the official support website: www.rvk9.org and www.rvk9.org/in-english – and on Twitter: http://twitter.com/reykjavik9

Comments are closed.